Erlent

Ítalskar orrustuþotur flugu hvor á aðra og hröpuðu

Bjarki Ármannsson skrifar
Skógareldar kviknuðu í kjölfar slyssins. Mannanna er enn saknað.
Skógareldar kviknuðu í kjölfar slyssins. Mannanna er enn saknað. Vísir/AP
Tvær ítalskar orrustuþotur flugu hvor á aðra og hröpuðu á æfingu í austurhluta Ítalíu nú í dag. Vélarnar hröpuðu á skógi vöxnu svæði í grennd við bæinn Ascoli og kveiktu þar skógarelda sem loga enn.

Fjögurra flugmanna er saknað en fregnir hafa ekki borist af mannfalli á jörðu niðri. Samkvæmt frásögnum sjónarvotta kann að vera að flugmönnunum hafi tekist að skjóta sér úr vélunum áður en þær flugu á hvor aðra. Leit stendur nú yfir að mönnunum.

Í samtali við ítölsku fréttastöðina Sky TG24 sagði Fabio Valeri, sem sá slysið, að gríðarstór eldhnöttur hafi myndast við sprenginguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×