Lífið

Ítalir sigruðu í símakosningu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Flutningur Ítalanna þriggja í Il volo á Grande Amore féll í kramið hjá áhorfendum.
Flutningur Ítalanna þriggja í Il volo á Grande Amore féll í kramið hjá áhorfendum. Vísir/EPA
Úrslit Eurovision hefðu orðið talsvert önnur hefði símakosning fengið að ráða en úr henni hlutu Ítalir 366 stig þegar þeir fengu aðeins 171 stig frá dómnefndum landanna. Atkvæði dómnefndar gildir 50 prósent á móti símakosningu. Tríóið Il Volo hefur því fallið í kramið hjá evrópskum og áströlskum áhorfendum. 

Svíþjóð var efst hjá dómnefnd með 353 stig. Lettland kom næst á eftir Svíþjóð og þá Rússland sem hafnaði í raun í öðru sæti. Ítalir voru í sjötta sæti hjá dómnefndunum.

Rússland hafnaði í öðru sæti í símakosningu með 286 stig en það land sem sigraði að lokum Eurovision, Svíþjóð, varð í því þriðja. Lettland sem hafnaði í öðru sæti hjá dómnefnd líkt og áður sagði varð í áttunda sæti í símakosningunni.

Þýskaland og Austurríki sem höfnuðu bæði í síðasta sæti í keppninni í gærkvöldi heilluðu ekki áhorfendur heima í stofu en úr símakosningu fékk Austurríki núll stig og varð í síðasta sæti og Þýskaland fékk samtals fimm stig og varð í tuttuguasta og fimmta sæti. Hins vegar endaði Austurríki í fjórtánda sæti hjá dómnefnd og Þýskaland í því tuttugasta. 

Hér að neðan má sjá raunúrslit Eurovision og úrslit úr símakosningunni annars vegar og niðurstöður dómnefnda hins vegar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×