Viðskipti innlent

Ístak Ísland auglýst til sölu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ístak Ísland er eitt af stærstu verktakafyrirtækjunum.
Ístak Ísland er eitt af stærstu verktakafyrirtækjunum. vísir/vilhelm.
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hefur auglýst Ístak Ísland ehf., eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins, til sölu.

Ístak Ísland ehf. er dótturfélag Ístaks og byggir starfsemi sína á 45 ára reynslu á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Félagið sérhæfir sig í verktöku á sviði virkjana, jarðganga, hafnarmannvirkja, stærri iðnaðarmannvirkja og stálsmíði og er einn fárra innlendra valkosta þegar kemur að framkvæmdum og þjónustu við virkjanir og stóriðju.

Ístak hefur verið í eigu Landsbankans síðan danska móðurfélagið Pihl Son varð gjaldþrota september 2013. Bankinn auglýsti fyrirtækið fyrst til sölu í nóvember það ár en sleit síðan formlega söluferlinu í apríl síðastliðnum þegar fimmtán óskuldbindandi tilboðum var hafnað. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í byrjun desember var tekin ákvörðun í haust um að skipta Ístaki upp í tvö sjálfstæð fyrirtæki. Ístak Ísland er annað þeirra en hitt heldur utan um starfsemi í Noregi.


Tengdar fréttir

Ístak Ísland verður auglýst til sölu í kringum áramótin

Vinnu við að skipta Ístaki upp í tvö sjálfstæð fyrirtæki lýkur væntanlega á næstu vikum. Landsbankinn ætlar að auglýsa Ístak Ísland til sölu í kringum næstu mánaðamót. Starfsemin í Noregi sett í söluferli núna í desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×