Innlent

Ísraelsher sprengir upp endurhæfingardeild

Heimir Már Pétursson skrifar
Talið er að 121 Palestínumenn hafi fallið frá því loftárásir ísraelshers hófust á þriðjudag.
Talið er að 121 Palestínumenn hafi fallið frá því loftárásir ísraelshers hófust á þriðjudag. Vísir/AP
Tala fallinna í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza heldur áfram að hækka og nú er talið að 121 hafi fallið frá því loftárásir Ísraelshers hófust á þriðjudag. Heilbrigðisstarfsmenn á Gaza segja að minnsta kosti 75 óbreyttir borgarar hafi fallið í árásunum þar af tuttugu og þrjú börn.

T
ólf manns féllu í gærdag og níu hafa fallið í nótt og í morgun þar af tvær fatlaðar konur á endurhæfingardeild í austurhluta Gazaborgar þegar skriðdreki skaut á deildina.  Fjórir aðrir á deildinni særðust.

Þá var moska í miðborginni sprengd í tætlur en Ísraelsmenn segja að hryðjuverkamenn hafi haft aðsetur í moskunni. Fjórir unglingar féllu og fimmtán særðust þegar flugskeyti lenti við heimili í Jabalya flóttamannabúðunum í norðurhluta Gaza snemma í morgun.

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra útilokar ekki innrás og landhernað á Gaza en harðlínumenn í ríkisstjórn hans eins og utanríkisráðherrann, þrýsta mjög á landhernað. Leiðtogar Vesturlanda þrýsta hins vegar á Ísraelsmenn og Hamasliða að láta af hernaði sínum og setjast að samningaborði en þær áskoranir hafa engin áhrif haft hingað til.

Ísraelsmenn hafa gert loftárásir á um eitt þusund skotmörk á Gaza og segir Netanyahu að árásum verði ekki hætt fyrir en ró kemst á, eða þar til Hamasliðar láta af loftskeytaárásum sínum, en hingað til hefur enginn fallið í þeim en nokkrir særst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×