Innlent

Ísraelsher gerði loftárásir á yfirráðasvæði Hamas á Gaza

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/AFP
Ísrael gerði í nótt, loftárásir á yfirráðasvæði Hamas á Gaza ströndinni. Talsmaður Ísraelhers sagði að árásirnar væru svar við flugskeytum sem skotið var frá Gaza til suðurhluta Ísraels í gær.

Ekki hafa borist fregnir af frekari átökum. Þetta eru fyrstu átökin á milli Palestínu og Ísraels síðan í ágúst sem kostuðu ríflega 2200 Palestínumenn lífið, þar af um 1600 óbreyttir borgarar. 72 Ísraels menn létust, þar af 66 hermenn.

Ísrael gaf nýverið út að leyfa ætti um 1200 kristnum Palestínumönnum sem búsettir eru á Gaza og Vesturbakkanum að heimsækja ættingja í Ísrael. Að öðru leyti ríkir ferðabann um svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×