Erlent

Ísraelar hættir að tala við ESB um frið í Palestínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Vísir/EPA

Yfirvöld í Ísrael eru hætt að tala við embættismenn Evrópusambandsins sem koma að friðarviðræðum vegna Palestínu. Ákvörðunin var tekin vegna þess að ESB ríki merkja nú vörur frá landnemabyggðum Ísraela á Vesturbakkanum.

Evrópusambandið segir þær byggðir sem Ísraelar tóku yfir árið 1967 vera ólöglegar og að þær komi í veg fyrir mögulegan frið og tveggja ríkja sáttmála. Því neita Ísraelsmenn.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur fyrirskipað um að öllum samskiptum við ESB um frið í Palestínu verði nú hætt. Utanríkisráðuneyti Ísrael, sem Netanyahu stýrir einnig, hefur verið skipað að endurskoða aðkomu stofnana ESB að öllum friðarviðræðum, samkvæmt frétt BBC.

Samkvæmt reglum ESB, sem eru nú um tveggja vikna gamlar, verða landbúnaðarvörur og snyrtivörur sem seldar eru í aðildarríkjum sambandsins að vera kyrfilegar upprunamerktar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×