Erlent

Ísrael ekki vísað á brott úr FIFA

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Jibril Rajoub, fulltrúi PFA, gaf Ísrael rauða spjaldið.
Jibril Rajoub, fulltrúi PFA, gaf Ísrael rauða spjaldið. Fréttablaðið/EPA
Fulltrúi palestínska knattspyrnusambandsins (PFA) dró til baka tillögu sína um að úthýsa ísraelska knattspyrnusambandinu (IFA) úr FIFA.

PFA lagði í síðustu viku fram tillögu um brottvísun ísraelska sambandsins úr FIFA.

Jibril Rajoub, formaður PFA, sagði í ávarpi sínu á aðalþingi FIFA að hann hefði dregið tillöguna til baka vegna þrýstings frá háttsettum fulltrúum FIFA.

Tillaga PFA kom til vegna árása Ísraels á Palestínu og takmarkana Ísraelshers á fótboltastarfsemi í Palestínu.

Þess í stað kaus þingið með tillögu um að koma upp eftirlitsnefnd sem tryggir frelsi Palestínumanna til að stunda íþróttina óhindrað.

Sepp Blatter, forseti FIFA, hafði ferðast til Ísrael og Palestínu til viðræðna við leitoga landsins til að freista þess að ná sátt í málinu.

Fyrr í mánuðinum hafði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gagnrýnt tillöguna. Hann sagði hana vega gegn tilverurétt Ísraels og að ef stjórnmál menguðu fótboltan markaði það endalok íþróttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×