MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 23:30

„Messi er Barca og Barca er Messi“

SPORT

Íslenskur umbođsmađur sér um vonarstjörnu Norđmanna

 
Handbolti
21:30 18. JANÚAR 2016
Sander Sagosen er eftirsóttur.
Sander Sagosen er eftirsóttur. VÍSIR/GETY

Sander Sagosen, vonarstjarna norska handboltans, spilar að öllum líkindum með einhverju af stórliðum Evrópu á næsta keppnistímabili. Þessi tvítuga skytta, sem spilar með Álaborg í Danmörku, er virkilega eftirsótt að sögn umboðsmanns hans.

Umboðsmaður Sagosen er Íslendingurinn Arnar Freyr Theodórsson, handboltamaður sem leikur með ÍH í 1. deildinni, en hann var einn af lykilmönnum Víkingsliðsins sem komst upp úr 1. deildinni í fyrra.

„Það eru mörg lið sem hafa áhuga og ég býst við fréttum fljótlega,“ segir Arnar í viðtali við norska blaðið Adresseavisen.

Aðspurður hvaða lið það eru sem vilja fá Sagosen segir Arnar: „Þú gætir alveg eins nefnt öll stórliðin. Einu liðin sem hafa ekki hringt í mig út af Sagosen eru HC Vardar, Zagreb og Kiel.“

Þó makedónska stórveldið Vardar hafi ekki hringt í Arnar nýlega vill það sem ólmt fá Sagosen í sínar raðir, að því fram kemur í frétt Adresseavisen. Vardar reyndi að fá Sagosen til sín fyrir síðasta tímabil þegar hann var með annan umboðsmann, en Norðmaðurinn hafnaði risasamningi.

Þrátt fyrir að fá hærri laun í austur-Evrópu vill Sagosen halda sig nær vestur-Evrópu til að vera nálægt kærustu sinni Hönnu Bredel-Oftedal sem spilar með Issy í París.

„Þeta snýst um þróun hans sem leikmanns, ekki peninga. Sander þarf þjálfara sem hvetur hann áfram og þá þarf hann að fá að spila,“ segir Arnar Freyr Theodórsson.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Íslenskur umbođsmađur sér um vonarstjörnu Norđmanna
Fara efst