Íslenskum landsliđsmönnum neitađ um bjór í Króatíu

 
Fótbolti
14:19 17. MARS 2017

Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var spurður út í það á blaðamannafundi landsliðsins í dag hvort leikmenn hefðu verið gripnir við áfengisneyslu á hóteli í landsliðsverkefni á síðasta ári.

Hörður Snævar Jónsson, blaðamaður á 433, spurði spurningarinnar í framhaldi af umræðu um áfengisneyslu Viðars Arnar Kjartanssonar í aðdraganda leiksins gegn Króatíu í Zagreb í nóvember.

Spurði Hörður hvort rétt væri að tveir leikmenn hefðu verið teknir í bólinu að drekka áfengi á herbergi sínu í leyfisleysi.

„Nei, nei. Það þarf ekkert að ræða það. Það var ekki agabrot af neinu leyti. Menn voru að horfa á UFC og voru nánast allir í orkudrykkjum,“ sagði Heimir.

Var hann spurður út í orðaval sitt, nánast.

„Sumir voru í vatni,“ sagði Heimir. „Það var engin áfengisdrykkja eftir þann leik.“

Heimir sagði að vissulega hefðu einhverjir leikmenn viljað fá sér bjór eftir leikinn gegn Króatíu.

„En mér fannst það óvirðing gagnvart næsta mótherja, þrátt fyrir að það væri vináttuleikur. Það hefur oft komið upp spurningin hvort það megi en við höfum nánast alltaf, hingað til, neitað því.“

Heyra má blaðamannafundinn í spilaranum hér að ofan en umræðan um Viðar Örn og reglur er varða áfengis er í lok fundar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenskum landsliđsmönnum neitađ um bjór í Króatíu
Fara efst