Fótbolti

Íslensku strákarnir verða nágrannar heimsmeistaranna í Frakklandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mario Gotze og Gylfi Þór geta heimsótt hvorn annan ef þeir vilja.
Mario Gotze og Gylfi Þór geta heimsótt hvorn annan ef þeir vilja. vísir/getty
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta verða með fína nágranna á Evrópumótinu í Frakklandi, en UEFA opinberaði alla gististaði þátttökuþjóðanna í dag.

Heimsmeistaralið Þýskalands gerir nefnilega út frá smábænum Évian-les-Bains sem er rétt ríflega 83 kílómetrum frá Annecy þar sem íslenska landsliðið gistir og æfir á milli leikja.

Sjá einnig:Sveitastemning hjá strákunum á EM | Sjáðu hvar þeir munu búa og æfa

Knattspyrnusambönd beggja landa vildu greinilega vera í sveitasælunni því nokkuð langt er í næsta lið. Það eru Norður-Írar sem gera út frá Saint-Georges-de-Reneins sem er í 190 kílómetra fjarlægð frá Annecy.

Annecy er smábær á franskan mælikvarða, en þar búa aðeins 51.000 manns. Þjóðverjarnir vilja greinilega engin læti því aðeins 8.500 manns búa þar sem þeir gista og æfa á milli leikja.

Ungverjar og Austurríkismenn, sem eru með íslenska liðinu í riðli, gista í Montpellier og Mallemort á rivíerunni en Portúgal verður í Linas í úthverfi Parísar.

Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik 14. júní í St. Étienne.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×