Körfubolti

Íslensku strákarnir urðu Norðurlandameistarar í körfu í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Norðurlandameistararnir.
Norðurlandameistararnir. Mynd/KKÍ
Íslenska 18 ára landslið karla í körfubolta varð í dag Norðurlandameistari eftir 29 stiga sigur á Finnlandi, 101-72 í úrslitaleik.

Einar Árni Jóhannsson þjálfar íslenska liðið og var hann ekki að gera íslenskt landslið að Norðurlandameisturum í fyrsta sinn.

KR-ingurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti stórleik í úrslitaleiknum og skoraði þar 33 stig en ÍR-ingurinn Sigurkarl Róbert Jóhannesson  var með 14 stig og 9 fráköst. Þórir hitti meðal annars úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum í leiknum en hann var stigahæsti maður mótsins og valinn í úrvalsliðið.

Njarðvíkinguirnn Adam Eiður Ásgeirsson skoraði 12 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar og Njarðvíkingurinn Jón Arnór Sverrisson var með 10 stig og 9 stoðsendingar. Jón Arnór gaf flestar stoðsendingar á mótinu.

Íslensku strákarnir unnu 4 af 5 leikjum sínum en Finnar gátu tryggt sér titilinn með sigri í dag. Finnar unnu 3 af 5 leikjum sínum og urðu í þriðja sæti á eftir Svíum.

Ísland tapaði eina leiknum sínum á móti Eistland í gær en það kom ekki að sök því strákarnir komu gríðarlega grimmir í leikinn í dag.



Norðurlandsmeistararnir

Adam Eiður Ásgeirsson, Njarðvík

Arnór Hermannsson, KR

Árni Elmar Hrafnsson, Fjölnir

Eyjólfur Ásberg Halldórsson, ÍR

Hákon Örn Hjálmarsson, ÍR

Ingvi Þór Guðmundsson, Grindavík

Jón Arnór Sverrisson, Njarðvík

Magnús Breki Þórðarson, Þór Þorlákshöfn

Sigurkarl Róbert Jóhannesson, ÍR

Snjólfur Marel Stefánsson, Njarðvík

Yngvi Freyr Óskarsson, Haukar / EVN Danmörku

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×