Körfubolti

Íslensku strákarnir sjá enn um þristana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnþór Freyr Guðmundsson í Fjölni.
Arnþór Freyr Guðmundsson í Fjölni. Vísir/Ernir
Níu leikmenn hafa náð því að skora tíu þriggja stiga körfur í fyrstu fjórum umferðum Dominos-deildar karla og þeir eru allir Íslendingar.

Fjölnismaðurinn Arnþór Freyr Guðmundsson hefur skorað flestar eða 14 í fjórum leikjum sem gera 3,5 að meðaltali í leik. Stjörnumaðurinn Dagur Kár Jónsson er síðan í öðru sætinu með þrjá þrista.

Austin Magnús Bracey hjá Snæfelli er einn af fjórum leikmönnum með tólf þrista (Brynjar Þór Björnsson hjá KR, Magnús Þór Gunnarsson hjá Grindavík og Tómas Heiðar Tómasson hjá Þór) en Austin Magnús sem er með íslenskt ríkisfang á íslenska móður og bandarískan föður.

Dustin Salisbery hjá Njarðvík og Joel Haywood hjá Grindavík eru einu Bandaríkjamennirnir sem komast inn á topp tuttugu listann en Grindvíkingar hafa þegar tekið þá ákvörðun að senda Haywood heim og sækja sér stærri mann.

Eftir stendur Salisbery einn í hópi 19 íslenskra þriggja stiga skyttna en allan topplistann má finna inni á Vísi.

Það er því óhætt að segja að íslensku körfuboltamennirnir sjái enn um þristana í úrvalsdeildinni og það er líklega ekkert að fara breytast. Yfirburðir íslensku skyttnanna hafa þó sjaldan verið meiri en einmitt í vetur.



Flestra þriggja stiga körfur í fyrstu fjórum umferðum Dominos-deildar karla 2014-15:

1. Arnþór Freyr Guðmundsson, Fjölnir    14

2. Dagur Kár Jónsson, Stjarnan    13

3. Brynjar Þór Björnsson, KR    12

3. Magnús Þór Gunnarsson, Grindavík    12

3. Austin Magnus Bracey, Snæfell    12

3. Tómas Heiðar Tómasson, Þór Þ.    12

7. Helgi Freyr Margeirsson, Tindastóll    11

8. Kristján Pétur Andrésson, ÍR    10

8. Haukur Óskarsson, Haukar    10

10. Dustin Salisbery, Njarðvík    9

10. Joel Hayden Haywood, Grindavík    9

10. Páll Axel Vilbergsson, Skallagrímur    9

10. Kristinn Marinósson, Haukar    9

10. Sigurður Á. Þorvaldsson, Snæfell    9

10. Kári Jónsson, Haukar    9

16. Ingvi Rafn Ingvarsson, Tindastóll    8

16. Ágúst Orrason, Njarðvík    8

16. Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Snæfell    8

16. Helgi Már Magnússon, KR    8

20. Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík    7

20. Sveinbjörn Claessen, ÍR    7




Fleiri fréttir

Sjá meira


×