Handbolti

Íslensku strákarnir komnir á HM | Mæta Króötum í leik um 9. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Freyr Arnarsson lætur skot ríða af.
Arnar Freyr Arnarsson lætur skot ríða af. Mynd/EHF
Landslið Íslands í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri vann frábæran sigur, 32-28, á Hvíta-Rússlandi á EM í Póllandi í dag. Staðan í hálfleik var 21-15, Íslandi í vil.

Stjörnumaðurinn Egill Magnússon var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk, en Ómar Ingi Magnússon kom næstur með sjö mörk. Grétar Ari Guðjónsson varði 22 skot í íslenska markinu.

Með sigrinum tryggði Ísland sér réttinn til að leika um 9.-10. sætið á mótinu og um leið sæti á HM í Rússlandi á næsta ári, en tíu efstu þjóðirnir á EM fá sæti á HM 2015.

Uppfært 19:30

Ísland mætir Króatíu í leik um 9.-10. sætið á EM.


Tengdar fréttir

Íslenskur sigur í Póllandi

Ísland vann fjögurra marka sigur á Rússlandi, 40-36, á EM U-18 ára landsliða sem haldið er í Póllandi.

Sigur á Serbum í fyrsta leik í Póllandi

Strák­arn­ir í U-18 ára landsliðinu í hand­bolta náðu að snúa taflinu við í seinni hálfleik í leik liðsins gegn Serbíu í úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta í kvöld.

Ísland ekki áfram í milliriðil

U18 ára landslið Íslands í handbolta tapaði í kvöld fyrir Sviss í A-riðli úrslitakeppni Evrópumótsins. Lokatölur 24-22.

Ísland hefur leik á EM U-18 ára í Póllandi

Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum undir 18 ára hélt í gær til Gdansk í Póllandi þar sem það mun taka þátt í lokakeppni EM í handbolti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×