Viðskipti innlent

Íslensku kolmunnaskipin enn við bryggju í Færeyjum

Mynd/HBGrandi
Flest íslensku kolmunnaskipin eru enn í höfnum í Færeyjum en þangað héldu þau í síðustu viku þar sem kolmunninn er ekki gegninn inn í færeysku lögsöguna.

Aðeins eitt skip er syðst í færeysku lögsögunni og annað er á leið þangað en mest mega 12 íslensk skip veiða þar í einu.

Kolmunninn er seinni á ferðinni en undanfarin ár en ekki virðist vera minna af honum miðað við góða veiði við Írland og Skotland að undanförnu. Þar mega færeæysku skipin veiða samkvæmt samkomulagi við Evrópusambandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×