MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 08:40

Saksóknari fer fram á handtökuskipun á hendur Park

FRÉTTIR

Íslenskt Everest klifiđ á konunglegu safni Breta

 
Viđskipti innlent
08:00 17. FEBRÚAR 2017
Everest klifiđ í sýndarveruleika
Everest klifiđ í sýndarveruleika VÍSIR/EYŢÓR

„Þetta er vissulega heilmikil viðurkenning fyrir okkur, Sólfar og RVX,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, einn af stofnendum Sólfars, en fyrirtækið gerði sýndarveruleika af því hvernig er að ganga á Ever­est. Það vakti mikla athygli, inannlands sem utan.

Everest VR, eins og sýndarveruleikinn kallast, var upphaflega gefið út í fyrra og hefur Sólfar unnið áfram að þróuninni og þá sér í lagi er varðar fræðigildið. Í nýjustu uppfærslunni er búið að bæta við 18 sögulegum leiðum upp fjallið sem notendur geta fylgt eftir, meðal annars sú sem Edmund Hillary og Tenzing Norgay fóru er þeim tókst fyrstum manna að ná alla leið upp á tindinn.

Gjöfin er hugsuð til að styðja við góðgerðar- og fræðsluhlutverk félagsins í að auka sýnileika og þekkingu á hinu sögulega Everest-­safni. Upplifunin verður notuð í kynningum og sýningum fyrir almenning, skóla og fræðimenn í Bretlandi í tengslum við Everest-safn félagsins. Jafnframt verður hún einnig notuð við þjálfun og undirbúning ferða.


Ţorsteinn Gunnarsson
Ţorsteinn Gunnarsson

Félagið var sett á laggirnar árið 1830 í tengslum við að Bretar voru að kortleggja Himalajafjöll og gáfu fjallinu nafn, Everest. „Þeir eiga stærsta safn af ljósmyndum, kortum og öðru efni af Everest í heiminum, um 500 þúsund skjöl. Þeir eru að bæta þessu við sem er mikill heiður og skemmtilegt verkefni.“

Sjálfur hefur Þorsteinn ekki farið til Everest, nema í sýndarveruleikanum. 

„Þegar við fórum af stað með Sólfar þá vorum við að skoða hvað við gætum gert til að stimpla fyrirtækið inn á þennan markað. RVX var að vinna með myndinni Everest­ og þeir gerðu flotta útgáfu af fjallinu. Við unnum þetta með þeim, þannig að fólk upplifi sig eins og það sé statt á fjallinu.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Íslenskt Everest klifiđ á konunglegu safni Breta
Fara efst