Sport

Íslenskt danspar vann gríðarlega sterkt dansmót í Englandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir með sigurlaunin.
Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir með sigurlaunin. Mynd/DSÍ
Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir eru verðandi stjörnur í dansheiminum ef þau eru ekki orðin það nú þegar.

Þau eru aðeins fimmtán gömul en þegar farinn að láta til sína taka á alþjóðlegum mótum. Í dag voru hinsvegar stór tímamót hjá krökkunum.

Kristinn Þór og Lilja Rún unnu þá til gullverðlauna í suður-amerískum dönsum í flokki Unglinga II á gríðarlega sterku móti í Brentwood á Englandi.

Þessi keppni er haldin árlega og er ein af allra sterkustu keppnunum sem haldnar eru í heiminum. Það voru 125 pör sem hófu leikinn í þessari keppni og hófst keppnin snemma í morgun.

Kristinn Þór og Lilja Rún eru búin að dansa saman síðan í sumar en hafa stundað dans hvort um sig í áraraðir. Það er ljóst á árangri þeirra á þessu móti að þau eru búin að finna draumadansfélagann.

Annað íslenskt par, Pétur Fannar Gunnarsson og Polina Oddr unnu til silfurverðlauna í flokki undir 21 árs keppninni í suður-amerískum dönsum á sama móti.

Árangur þessara íslensku para er gríðarlega góður og í fréttatilkynningu frá DSÍ þá líkja menn þar á bæ þessum árangri, Kristins og Lilju annarsvegar og Péturs og Polinu hinsvegar, við það að við Íslendingar ættum gull- og silfurverðlaunahafa í tennis á Wimbledon.

Mynd/DSÍ
Mynd/DSÍ
Mynd/DSÍ
Mynd/DSÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×