Enski boltinn

Íslenskir landsliðsmenn lentu saman í enska bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lið Arons Einars Gunnarssonar fær heimaleik á móti liði Ragnars Sigurðssonar
Lið Arons Einars Gunnarssonar fær heimaleik á móti liði Ragnars Sigurðssonar Vísir/Getty
Íslendingaliðin Cardiff og Fulham drógust saman í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar en með liðunum spila lykilmenn í íslenska fótboltalandsliðinu.

Í kvöld var dregið í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar en ensku úrvalsdeildarliðin og liðin í ensku b-deildinni koma einmitt inn í bikarkeppnina í þessari umferð.

Cardiff City, lið Arons Einars Gunnarssonar, fær heimaleik á móti Fulham, liði Ragnars Sigurðssonar. Jón Daði Böðvarsson og félagar í Wolves heimsækja Stoke.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea fengu útileik á móti Hull City en þetta er einn af leikjunum á milli úrvalsdeildarliða. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley lentu á móti Sunderland.

Það verða tveir aðrir leikir á milli liða úr úrvalsdeildinni. Everton tekur á móti Leicester City og West Ham fær Manchester City í heimsókn.

Bikarmeistarar Manchester United byrja titilvörnina á móti Reading. Liverpool fær annaðhvort Newport eða Plymouth í heimsókn, Arsenal heimsækir Preston og Chelsea tekur á móti annaðhvort

Notts County eða Peterborough.

Það er hægt að sjá alla leikina 32 hér fyrir neðan en fyrsta umferð bikarsins fer fram helgina 6. til 9. janúar 2017.

Liðin sem mætast í 3. umferð ensku bikarkeppninnar:

Rotherham - Oxford United/Macclesfield

Sutton United - AFC Wimbledon

Accrington Stanley - Luton Town

Bolton - Crystal Palace

Norwich City - Southampton

Tottenham - Aston Villa

Brentford - FC Halifax Town/Eastleigh

Bristol City - Shrewsbury/Fleetwood

Huddersfield - Port Vale

Stoke - Wolves

Cambridge - Leeds

Preston - Arsenal

Cardiff - Fulham

Wycombe - Stourbridge/Northampton

Watford - Burton Albion

Everton - Leicester City

Liverpool - Newport/Plymouth

Middlesbrough - Sheffield Wednesday

West Brom - Derby

Birmingham - Newcastle

Chelsea - Notts County/Peterborough

Blackpool - Barnsley

Wigan - Nottingham Forest

West Ham - Manchester City

Brighton - MK Dons/Charlton

QPR - Blackburn

Millwall - Bournemouth

Hull City - Swansea

Sunderland - Burnley

Barrow - Rochdale

Manchester United - Reading

Ipswich - Lincoln City/Oldham




Fleiri fréttir

Sjá meira


×