Lífið

Íslenskir gagnrýnendur fá fullnægingu

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Íslenskir kvikmyndagagnrýnendur eiga hér stórleik.
Íslenskir kvikmyndagagnrýnendur eiga hér stórleik. mynd/gassi
"Það kom mér á óvart hvað allir voru opnir fyrir þessu verkefni og það var mikið hlegið í myndatökunum," segir Sigrún Margrét Guðmundsóttir verkefnastýra hjá Græna ljósinu. Íslenskir kvikmyndagagnrýnendur sýna það og sanna að þeir eru aldeilis engar teprur, eins og nýstárlegt uppátæki er til vitnis um.

Nymphomaniac, sem er nýjasta mynd Lars von Trier hefur vakið mikla eftirtekt, ekki síst vegna athyglisverðra ljósmynda af leikaraliðinu sem sitja fyrir með svokallaðan „O“ svip á auglýsingaplakati kvikmyndarinnar.

Upprunalega kynningarplakat kvikmyndarinnar.
Nymphomaniac hefur víðast hvar verið beðið með mikilli eftirvæntingu, jafnvel svo mikilli að fyrir fáeinum vikum riðu danskir gagnrýnendur á vaðið og létu mynda sig í sömu sporum og aðalleikarar Nymphomaniac. Í kjölfarið sigldu pólskir og ungverskir kvikmyndagagnrýnendur.

Starfsfólk Græna ljóssins, sem er dreifingaraðili myndarinnar, hafði veður af þessum stórsniðugu gjörningum og setti sig í samband við íslenska gagnrýnendur sem tóku ótrúlega vel í að koma í stúdíó og sinna fyrirsætustörfum svolitla stund. „Níu manns mættu í stúdíó og það var engu líkara en gagnrýnendur hefðu vart gert annað en að sitja fyrir í vafasömum stellingum, svo mikil var fagmennskan," bætir Sigrún Margrét við.

Hér má lesa meira um kvikmyndina Nymphomaniac.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×