Innlent

Íslenskir flugmenn láta ekki snjókomu stöðva sig

Bjarki Ármannsson skrifar
Yfirvöld í New York og Boston bjuggu sig undir það versta í gærkvöldi.
Yfirvöld í New York og Boston bjuggu sig undir það versta í gærkvöldi. Vísir/AP
Ferð Icelandair til New York, sem á að lenda klukkan rúmlega sex á staðartíma, hefur verið seinkað um um það bil átján mínútur, sennilega vegna veðurs. Þetta verður þó að teljast nokkuð gott í ljósi þess að nær öllum öðrum flugferðum sem eiga að lenda á John F. Kennedy-vellinum á svipuðum tíma hefur verið aflýst.

Þetta má sjá á vefsíðum á borð við Flightstats.com. Yfirvöld í New York og Boston bjuggu sig undir það versta í gærkvöldi þar sem von var á sögulega miklum snjóbyl á austurströnd Bandaríkjanna. Þær spár rættust þó ekki og tiltölulega lítið hefur snjóað í New York, þó eitthvað hafi kyngt niður í nágrannaríkjunum Connecticut og Massachusetts.  

Bill de Blasio, borgarstjóri New York, varði í dag þær miklu varúðarráðstafanir sem gerðar voru vegna veðurspárinnar. Neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar var lokað í fyrsta sinn í sögunni og akstursbann var sett á um kvöldið.

Hvað sem því líður hafa nokkrir Íslendingar tjáð sig á léttu nótunum á samskiptamiðlum um þrautseigju íslenskra flugmanna sem virðast ekki láta smá snjókomu stöðva sig.


Tengdar fréttir

Stórhríð lamar New York og Boston

Vegum hefur verið lokað og lestir eru hættar að ganga í og í kringum New York og aðrar stórborgir í norðausturhluta Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×