Handbolti

Íslenski riðillinn á í fyrsta sinn tvö af fjórum liðum í undanúrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson fagnar hér sigri á Norðmönnum ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu.
Björgvin Páll Gústavsson fagnar hér sigri á Norðmönnum ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu. Vísir/Valli
Íslenska handboltalandsliðið fór heim eftir aðeins þrjá leiki á EM 2016 en liðið sat eftir í B-riðli Evrópumótsins í Póllandi. Tvö af liðunum fjórum sem voru í íslenskra riðlinum eru aftur á móti komin alla leið í leiki um verðlaun á mótinu.

Noregur og Króatía spila bæði í undanúrslitum keppninnar á morgun og geta enn mæst í úrslitaleiknum. Norðmenn mæta Þjóðverjum og Króatar spila við Spánverja.

Þetta er í fyrsta sinn síðan Evrópumótið í handbolta hefur verið með núverandi fyrirkomulagi sem tvö lið úr riðli Íslands spila um verðlaun.

Frá EM í Svíþjóð 2002 til EM í Danmörku 2014 var það alltaf aðeins eitt lið úr riðli Íslands sem fór alla leið í undanúrslit og í tvígang var það lið Íslands eða í Svíþjóð 2002 og í Austurríki 2010. Ísland varð í 4. sæti á EM 2002 en vann bronsið átta árum síðar.

Lið sem hefur verið með Íslandi í riðli hefur ekki unnið Evrópumótið á þessum tíma en Slóvenar komust í úrslitaleikinn á heimavelli árið 2004.  Önnur lið úr riðli Íslands hafa spilað um bronsið.

Svíþjóð og Rússland sem voru með Íslandi í sex liða riðli á EM í Króatíu 2000 fóru bæði í úrslitaleikinn þar sem Svíar tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn.



Lið úr riðli Íslands sem hafa farið alla leið í undanúrslitin á Evrópumóti

EM 2016 2 (Króatía og Noregur)

EM 2014 1 (Spánn)

EM 2012 1 (Króatía)

EM 2010 1 (Ísland)

EM 2006 1 (Frakkland)

EM 2006 1 (Danmörk)

EM 2004 1 (Slóvenía)

EM 2002 1 (Ísland)

- Ísland tók fyrst þátt í EM árið 2000 en þá var keppt í tveimur sex liða riðlum og tvö efstu liðin í honum komust beint í undanúrslitin.



Sæti liðanna í riðli Íslands frá því að keppni í milliriðlum var tekin upp 2002:

EM 2016

?. sæti - Króatía

?. sæti - Noregur

10. sæti - Hvíta Rússland

13. sæti - Ísland

EM 2014 (Frakkland Evrópumeistari)

3. sæti - Spánn

5. sæti - Ísland

8. sæti - Ungverjaland

14. sæti - Noregur

EM 2012 (Danmörk Evrópumeistari)

3. sæti - Króatía

6. sæti - Slóvenía

10. sæti - Ísland

13. sæti - Noregur

EM 2010 (Frakkland Evrópumeistari)

3. sæti - Ísland

5. sæti - Danmörk

9. sæti - Austurríki

13. sæti - Serbía

EM 2008 (Danmörk Evrópumeistari)

3. sæti - Frakkland

5. sæti - Svíþjóð

11. sæti - Ísland

16. sæti - Slóvakía

EM 2006 (Frakkland Evrópumeistari)

3. sæti - Danmörk

7. sæti - Ísland

9. sæti - Serbía og Svartfjallaland

13. sæti - Ungverjaland

EM 2004 (Þýskaland Evrópumeistari)

2. sæti - Slóvenía

9. sæti - Ungverjaland

11. sæti - Tékkland

13. sæti - Ísland

EM 2002 (Svíþjóð Evrópumeistari)

4. sæti - Ísland

7. sæti - Spánn

12. sæti - Slóvenía

13. sæti - Sviss


Tengdar fréttir

Stærsta tap gestgjafa síðan á HM á Íslandi 1995

Pólverjar komust ekki í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram á þeirra heimavelli en pólska liðið brann yfir á úrslitastundu í gær og steinlá á móti Króatíu.

Lazarov markahæstur á EM

Makedóninn Kiril Lazarov er markahæsti leikmaður EM eftir milliriðlana en ekki er víst að hann nái samt markakóngstitlinum á endanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×