Íslenska ţjóđin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbiđ mánuđi of snemma?

 
Fótbolti
17:47 01. MARS 2016
Emil Hallfređsson í nýja landsliđsbúningnum.
Emil Hallfređsson í nýja landsliđsbúningnum. MYND/KSÍ

Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar.

Fyrst verður leikið í nýja búningnum í vináttuleikjum A landsliðs karla við Danmörku og Grikkland síðar í mánuðinum. Þetta verður í fyrsta sinn sem landslið í Errea-búningi leikur í úrslitakeppni EM.

Nýi búningurinn hefur að sjálfsögðu verið til umræðu á samfélagsmiðlum síðan að hann þjóðin fékk að sjá hann í fyrsta sinn og sumir hafa mjög sterkar skoðanir á búningnum.

Hönnun búningsins er sem fyrr innblásin af íslenska þjóðfánanum, með fánaröndina áberandi. Innan á kraganum er að finna áletrunina „Fyrir Ísland“, sem lýsir vel þeim hug sem leikmenn landsliðanna okkar bera þegar þeir ganga inn á keppnisvöllinn.

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um fólk á Twitter að segja sína skoðun á nýja landsliðsbúningnum.


Íslenska ţjóđin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbiđ mánuđi of snemma?
MYND/KSÍ
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenska ţjóđin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbiđ mánuđi of snemma?
Fara efst