Innlent

Íslenska parið í ótímabundið gæsluvarðhald

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Efnin voru falin í smokkum og fölskum botni í þremur ferðatöskum.
Efnin voru falin í smokkum og fölskum botni í þremur ferðatöskum. Vísir
Íslenska parið sem handtekið var annan í jólum í borginni Fortaleza í norðausturhluta Brasilíu vegna gruns um fíkniefnasmygl hefur verið úrskurðað í ótímabundið gæsluvarðhald, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Parið verður að öllum líkindum í gæsluvarðhaldi þar til mál þeirra fer fyrir dóm, en búist er við að málsmeðferð muni taka yfir eitt ár. Þau bíða nú eftir að verða flutt í annað fangelsi í borginni.

Sjá einnig:Fær ekki leiguhúsnæði eftir fangelsisdvöl í Brasilíu

Um er að ræða par á þrítugsaldri sem grunað er um að hafa ætlað að smygla fjórum kílóum af kókaíni úr landi að því er fram hefur komið í brasilískum fjölmiðlum.

Þau áttu bókað flug úr landi frá alþjóðaflugvellinum í Pinto Martins, þar sem flugtengingar í Evrópu eru í gegnum Þýskaland og Portúgal.

Þau gætu átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi.

Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en þar kom meðal annars fram að parið er á meðal fjögurra Íslendinga sem sitja í fangelsum í Brasilíu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×