Innlent

Íslenska landsnefndin á þriðja hæsta framlag landsnefnda til verkefna

Viktoría Hermannsdótir skrifar
Stjórnin Ný stjórn landsnefndar var kosin á fimmtudag.
Stjórnin Ný stjórn landsnefndar var kosin á fimmtudag.
Ný stjórn landsnefndar UN Women á Íslandi tók til starfa á fimmtudag. Starf landsnefndarinnar hefur aukist mikið á undanförnum árum en aldrei hafa fleiri styrkt samtökin með mánaðarlegu framlagi. Hátt í 1.100 einstaklingar gengu til liðs við UN Women á síðasta ári og íslenska landsnefndin á þriðja hæsta framlag landsnefnda til verkefna UN Women.

Guðrún Ögmundsdóttir hagfræðingur var endurkjörin formaður samtakanna. Nýir inn í stjórn nefndarinnar eru Örn Úlfar Sævarsson, texta- og hugmyndasmiður, og Soffía Sigurgeirsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur sem áður sat í varastjórn.

Í stjórn sitja sem fyrr Magnús Orri Schram, Ólafur Stephensen, Kristjana Sigurbjörnsdóttir, Frímann Sigurðsson, Guðrún Norðfjörð, Hrefna Dögg Gunnarsdóttir, Arna Gerður Bang og Karen Áslaug Vignisdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×