Körfubolti

Íslenska landsliðstreyjan setti nýtt sölumet hjá Errea

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Afrek íslenska landsliðsins á EM er heimsbyggðinni enn í fersku minni en sala íslensku landsliðstreyjunnar setti nýtt sölumet hjá ítalska framleiðandanum Errea.

Eiríkur Stefán Ásgeirsson ræddi við forráðamenn Errea í Parma á Ítalíu fyrir helgi en íslenska liðið æfði á heimavelli Parma fyrir leikinn gegn Kósóvó í boði Errea.

„Við höfum átt í farsælu sambandi við ensk félög en eftir fjölmiðlaumfjöllunin sem Ísland fékk í sumar var landsliðstreyjan sú söluhæsta í sögu fyrirtækisins. Það þurfti stundum tvöfaldar vaktir, bæði í Rúmeníu og hér í Parma til að sinna eftirspurninni,“ sagði Fabrizio sem Eiríkur Stefán ræddi við en Errea fékk fyrirspurnir víðsvegar úr heiminum.

„Fyrirspurnirnar komu frá öllum Evrópulöndunum, mest frá Skotlandi og Bretlandi þótt að íslenska liðið hafi slegið út England. Við fengum pantanir frá Singapúr, Hong Kong og í raun bara út um allan heim.“

Sjá má innslagið í spilaranum hér fyrir ofan þar sem farið var yfir hvernig íslenska treyjan er framleidd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×