Viðskipti innlent

Íslensk þrívíddarlinsa fyrir snjallsíma komin á markað

Sæunn Gísladóttir skrifar
Þrívíddarlinsunni er smellt á snjallsíma.
Þrívíddarlinsunni er smellt á snjallsíma. Mynd/Kúla
Kúla Bebe, þrívíddarlinsa fyrir snjallsíma úr smiðju íslenska fyrirtækisins Kúlu, er nú komin í forsölu á vefsíðu fyrirtækisins. Kúlunni er smellt á snjallsíma og svo má nota frítt smáforrit Kúlu og Kúlacode-tölvuforritið til að breyta myndunum, sem teknar hafa verið, í þrívíddarformat og skoða þær í tölvu eða síma.

Kúla Bebe er eins konar litla systir Kúla Deeper, þrívíddarlinsu fyrir DSRL-vélar sem fyrirtækið sendi frá sér á síðasta ári. Íris Ólafsdóttir rafmagnsverkfræðingur hannaði vörurnar og er stofnandi og framkvæmdastjóri Kúlu. Hún segir að fæðingin hafi verið löng, þróunarvinnan tók nokkur ár en Kúla fékk meðal annars styrk frá Tækniþróunarsjóði en lokavaran var svo fjármögnuð á Kickstarter.

Capture the moment in 3D - kula3d.com from KÚLA on Vimeo.

Hægt er að kynna sér Bebe og aðrar vörur Kúlu nánar á heimasíðu fyrirtækisins.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×