Innlent

Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. Vísir/Pjetur/AFP
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita tíu milljónum króna í mannúðaraðstoð til Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans vegna jarðskjálftans sem gekk yfir Nepal aðfaranótt laugardags.

Nepölsk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á þeim svæðum sem urðu verst úti í skjálftanum og hafa óskað eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu.  Fjölmargar hjálparstofnanir hafa svarað kallinu og hafið neyðarsöfnun fyrir íbúa í Nepal.

Meðal annars er hægt að leggja söfnun Rauða krossins lið með því að hringja í 904-1500 (framlag: 1.500 kr), 904-2500 (framlag 2.500 kr) eða 904-5500 (framlag 5.500 kr). Þá er einnig hægt að leggja fé inn á reikning Rauða krossins 0342-26-12, kt. 530269-2649.


Tengdar fréttir

Börnin skelkuð en heil á húfi

Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal segir að það hafi verið afar erfitt að ná ekki sambandi við heimilið eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir landið í dag.

Tugir þúsunda á vergangi í Nepal

Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að 1500 manns hafi farist í skjálftanum en óttast er að tala látinna eigi enn eftir að hækka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×