Innlent

Íslensk stjórnvöld leggja til hálfan milljarð vegna ástandsins í Sýrlandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sigmundur kannaði aðstæður flóttamanna í Líbanon.
Sigmundur kannaði aðstæður flóttamanna í Líbanon. Mynd/Forsætisráðuneytið.
Íslensk stjórnvöld munu leggja til 500 milljónir til aðstoðar við flóttamenn frá Sýrlandi og nágrannalöndun vegna átakanna sem þar geisa. Þetta tilkynnti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra rétt í þessu á leiðtogafundi um aðstoð við Sýrland og nágrannalönd sem hófst í dag í London.

Í haust samþykkti ríkisstjórnin að leggja til tveggja milljarða framlag sem yrði varið í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur á þessu ári og því næsta til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna straums flóttamanna frá Sýrlandi. Mun framlagið sem Sigmundur Davíð kynnti á leiðtogafundinum vera hluti þessarra tveggja milljarða.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði að á leiðtogafundinum hefðu ríki heimsins heitið því að leggja til tíu milljarða dollara til aðstoðar Sýrlendinga, þar af sex milljarða sem nota megi á árinu 2016.

Sagði hann að fjármagnið yrði notað til þess að setja up skóla í nágrannalöndum auk þess sem íbúar Sýrlands myndi fá lífsnauðsynjar á borð við mat og lyf.

 


Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð fer til Líbanon

Forsætisráðherra heldur í dag til Líbanon þar sem hann mun kynna sér aðstæður flóttamanna sem þar hafast nú við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×