Körfubolti

Íslensk samskipti á gólfinu í Borås í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigmundur Már Herbertsson og Jakob Örn Sigurðarson.
Sigmundur Már Herbertsson og Jakob Örn Sigurðarson. Mynd/KKÍ og Andri Marinó
Íslenski FIBA-dómarinn Sigmundur Már Herbertsson verður í eldlínunni í kvöld þegar hann dæmir leik í FIBA Europe Cup karla.

Sigmundur Már Herbertsson er kominn til Borås í Svíþjóð þar sem hann dæmir leik heimamanna í Borås Basket og pólska liðsins Slask Wroclaw.

Íslenski landsliðsmaðurinn Jakob Örn Sigurðarson spilar með liði Borås Basket en Jakob og félagar hafa unnið 1 af 5 leikjum sínum í riðlinum til þessa.  

Sigmundur þekkir líka vel til Danans Adama Darbo enda dæmi hann hjá honum þegar Adama Darbo spilaði með Grindavík í úrvalsdeildinni.

Leikurinn er í milliriðli keppninnar þar sem liðin keppast um að komast í sextán liða úrslitin.

Meðdómarar Sigmundar í þessum leik í kvöld eru þeir Oskars Lucis frá Lettlandi og Evgeny Vetrov frá Rússlandi. Eftirlitsmaður leiksins er Pekka Saros frá Finlandi.

Sigmundur Már Herbertsson hefur fengið mikið af verkefnum í Evrópukeppnunum á þessu tímabil og það er góður vitnisburður um frammistöðu hans á alþjóðavettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×