Innlent

Íslensk kona lét lífið á Spáni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ung íslensk kona lét lífið á Suður-Spáni í gærmorgun. Þetta staðfestir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við Vísi.

Konan var rétt rúmlega tvítug en dánarorsök liggur ekki fyrir. Að sögn Urðar bendir ekkert til þess að svo stöddu að um eitthvað grunsamlegt sé að ræða. Konan var stödd í hafnarborginni Algeciras á Suður-Spáni. Hún var ekki á ferðalagi en hafði þó ekki búið á Spáni í langan tíma.

Utanríkisráðuneytið vinnur að því að aðstoða fjölskyldu konunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×