Lífið

Íslensk hönnun og ljósmyndir vekja athygli í kanada

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Verslunin er einstaklega smekkleg og falleg. Á veggnum hanga ljósmyndir Finns P. Fróðasonar.
Verslunin er einstaklega smekkleg og falleg. Á veggnum hanga ljósmyndir Finns P. Fróðasonar.
Það hefur alltaf verið draumur minn að opna verslun með hönnunarvörum sem mér finnst fallegar. Þegar ég heyrði af Íslandsáhuga íbúanna hér í Montréal ákvað ég að slá til,“ segir verslunareigandinn Ragna Vala Kjartansdóttir.

Ragna opnaði verslunina Uglu í Montréal í Kanada fyrir um þremur vikum en þar hefur hún til sölu íslenska hönnunarvöru í bland við ítalska.

„Ég hef verið búsett á Ítalíu síðustu 20 ár en flutti svo hingað á síðasta ári þegar maðurinn minn fékk vinnu hér í borg. Ég var mjög heppin að finna húsnæði við götuna Rue Crescent sem hentaði mjög vel, en gatan er á einum besta staðnum miðsvæðis.“

Ragna Vala Kjartansdóttir
Ragna selur hinar ýmsu vörur frá Íslandi en þar má nefna fatnað frá Farmers Market, gærukollana frá Fuzzy, heimilisvörur frá Ihanna og Billity og hönnunarvörur frá Bryndísi Bolladóttur og Dögg Guðmundsdóttur, ásamt húsgögnum og vörum frá Muuto.

„Kanadamenn hafa mikinn áhuga á Íslandi. Þessa dagana erum við með ljósmyndasýningu frá Íslandi í búðinni með myndum eftir Finn P. Fróðason. Þessar myndir hafa vakið mikla athygli.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×