Viðskipti innlent

Íslensk hlutabréf lækka í takt við erlend

Sæunn Gísladóttir skrifar
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um tæplega þrjú prósent í dag.
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um tæplega þrjú prósent í dag. Vísir/GVA
Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands hafa lækkað verulega það sem af er degi líkt og hlutabréf erlendis. Þetta er í takt við það sem gerðist á föstudaginn. Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallar Íslands, sagði fyrir helgi að við væri að búast slíkri þróun.

Úrvalsvísitalan hefur lækkkað um tæpleg þrjú prósent í dag. Gengi hlutabréfa útflutningsfyrirtækja hafa lækkað mest. Icelandair hefur lækkað mest, eða um 4,19 prósent og Marel hefur lækkað um 3,15 prósent. Hagar hafa lækkað næst mest eða um 3,64 prósent. 


Tengdar fréttir

Sannfærð um hagstæða niðurstöðu

Bretland er eitt mikilvægasta viðskiptaríki Íslendinga. Nítján prósent ferðamanna hér koma frá Bretlandi og 18 prósent útfluttra sjávarafurða fara til Bretlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×