Lífið

Íslensk fyrirsæta breytir heiminum

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Inga Eiríksdóttir fyrirsæta
Inga Eiríksdóttir fyrirsæta Vísir/skjaskot
Íslenska fyrirsætan Inga Eiríksdóttir, stofnandi Alda samtaka fyrirsæta í yfirstærð, sat fyrir í myndaþætti tískutímaritsins Bust fyrir febrúarútgáfu blaðsins. Með henni í tökunni voru fleiri fyrirsætur í yfirstærð en með þessu vilja þær vekja athygli á brenglaðri líkamsímynd kvenna.

„Ég hef aldrei getað séð muninn á því að vera módel í yfirstærð eða "venjulegt" módel, þessvegna viljum við halda áfram að berjast fyrir því að sjá konur af öllum stærðum og gerðum í tískutímaritum og á tískupöllunum. Sem hópur erum við enn sterkari saman og þannig getum við sent sterkari skilaboð til tískuheimsins. Konur vilja sjá venjulegar konur, sem þær geta tengt við en ekki unnar myndir sem gefa ranghugmyndir um líkamann," segir Inga í myndbandi sem tekið var upp við gerð myndaþáttarins.

Inga stofnaði Alda sumarið 2013 en markmið þeirra er að  brjóta múra og staðalímyndir fyrirsætugeirans.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×