Innlent

Íslendingurinn sem leitað var í London fundinn heill á húfi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Brendan Brekkan Þorvaldsson hafði í dag samband við fjölskyldu sína eftir mánaðarlanga leit að honum.
Brendan Brekkan Þorvaldsson hafði í dag samband við fjölskyldu sína eftir mánaðarlanga leit að honum. mynd/emilía
„Það gleður mig og fjölskylduna hans endalaust að geta deilt með ykkur að Brendan Brekkan er fundinn og við hofum náð sambandi við hann í London,“ skrifar Emilía Sigurðardóttir á Facebook-síðu sína en hún og fjölskylda hennar hefur staðið fyrir leit að Brendan undanfarinn mánuð.

Friðrik Brendan Þorvaldsson Brekkan flaug til London í byrjun desember og ekkert hafði spurst til hans frá því að sást til hans á King's Cross lestarstöðinni í London 4. og 7. desember.

Hann hafði í dag samband við fjölskyldu sína og er heill á húfi en í samtali við Vísi segir Emilía að fjölskyldan sé ótrúlega ánægð með að Brendan sé kominn í leitirnar.

„Við erum ótrúlega ánægð með að við höfum náð sambandi við hann. Svona sögur enda ekki alltaf vel. Ég held að átta þúsund manns hafi t.d. deilt færslunum okkar og þannig frétti hann af því að vildum ná tali af honum,“ segir Emilía. „Hann á ekki síma eða neitt svoleiðis en gat hringt í okkur eftir að hann sá að við vorum að leita að honum.“

Emilía segir að allt gott sé að frétta af Brendan í London og að fjölskylda og aðstandendur hans séu afar þakklát öllum þeim hjálpuðu til við að ná sambandi við hann, það hefði ekki tekist án þeirra.

Það gleður mig & fjölskylduna hans endalaust að geta deilt með ykkur að Brendan Brekkan er fundinn og við hofum náð...

Posted by Emilía Sigurðardóttir on Thursday, 21 January 2016

Tengdar fréttir

Íslendings leitað í Bretlandi

Fátt hefur spurst til Brendans Brekkan Þorvaldssonar frá því hann hélt til Lundúna í byrjun desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×