Innlent

Íslendingur vann rúmar 86 milljónir í Víkingalottó

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/vilhelm
Selfyssingur, eða maður sem kom við í Samkaupum Úrval við Tryggvagötu á Selfossi, hafði sannarlega heppnina með sér í kvöld þegar dregið var í Víkingalottó. Hann var með allar tölur réttar og deilir fyrsta vinningi með tveimur Norðmönnum. Verðlaunin eru alls 86,3 milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Þetta er í 25. skipti sem fyrsti vinningur í Víkingalottóinu kemur til Íslands og í annað skiptið sem slíkur vinningur er keyptur á þessum sama sölustað. Þeir sem versluðu lottómiða í Samkaupum Úrvali eru beðnir um að skoða miða sína vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×