MIĐVIKUDAGUR 25. MAÍ NÝJAST 21:50

Gáleysileg notkun snjallsíma í umferđinni dauđans alvara

LÍFIĐ

Íslendingur sagđur valdamikill eiturlyfjasmyglari í Suđur-Ameríku

 
Innlent
22:34 14. JANÚAR 2016
Guđmundur er sagđur höfuđpaur í umfangsmiklum smyglhring.
Guđmundur er sagđur höfuđpaur í umfangsmiklum smyglhring. VÍSIR/ABC

Íslendingurinn Guðmundur Spartakus, sem lögreglan í Paragvæ hefur leitað að í um tvö ár, er sagður valdamikill eiturlyfjasmyglari með starfsemi í Brasilíu og Mexíkó.  Hann er sagður ábyrgur fyrir flutningi kókaíns og e-taflna til Evrópu og Suður-Ameríku.

Þetta kemur fram á ABC-fréttamiðlinum í Paragvæ í dag. RÚV greindi fyrst frá málinu. Þar segir að flest bendi til þess að um umfangsmikinn smyglhring sé að ræða sem stjórnað sé af mönnum frá Brasilíu, Paragvæ og Íslandi. Þar sé Guðmundur einn höfuðpaura sem starfsemi við landamæri Brasilíu.

Guðmundur er jafnframt sagður ganga með fölsuð skilríki sem þykist vera þýskur fasteignasali sem stundar viðskipti í Paragvæ og Brasilíu. Samkvæmt upplýsingum  sem fréttamiðillinn hefur frá fíkniefnalögreglunni í Paragvæ hafa bæði Brasilíumenn og Íslendingar verið handteknir sem taldir eru burðardýr á vegum Guðmundar.

Fréttamiðillinn vísar jafnframt til frétta af Guðmundi í vikunni þar sem íslensk lögregluyfirvöld lýstu yfir áhyggjum yfir að hann væri hugsanlega látinn. Faðir mannsins upplýsti í kjölfarið í samtali við DV að hann væri ekki látinn og hans ekki leitað.

Þá kemur jafnframt fram að í júlí í fyrra hafi brasilísk stúlka verið handtekin á flugvellinum í Rio De Janeiro, eftir að 46 þúsund e-pillur fundust í farangri hennar. Hún hafi upplýst við yfirheyrslur að afhenda ætti efnin Brasilíumanni og Íslendingi.  Málið svipar þó til þess þegar Sverrir Þór Gunnarsson var handtekinn á flugvellinum í Rio í júlí 2012, með sama magn fíkniefna. Hann gekk undir fölsku nafni. Íslendingurinn sem nafngreindur er í tengslum við þetta mál þvertekur fyrir að hafa verið viðriðinn það, í samtali við Vísi.

Uppfært:
Upphaflega var nafn Íslendingsins, Rúnars Guðjóns Svanssonar, sem birt er í grein ABC einnig birt í þessari grein. Rúnar segist ekki tengjast þessu máli á nokkurn hátt – hann sé staddur hér á Íslandi en ekki í fangelsi í Brasilíu. Rúnar er beðinn afsökunar á þessum mistökum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Íslendingur sagđur valdamikill eiturlyfjasmyglari í Suđur-Ameríku
Fara efst