Innlent

Íslendingur Norðurlandameistari í eldsmíði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Beate Stormo með hest sem hún eldsmíðaði eftir eigin teikningu.
Beate Stormo með hest sem hún eldsmíðaði eftir eigin teikningu. mynd/aðsend
Íslensk kona, Beate Stormo frá Kristnesi í Eyjafirði, vann í flokki meistara á Norðurlandameistaramóti eldsmiða í Firskars í Finnlandi í dag.

Íslandsmeistaramótið í eldsmíði var haldið á Safnasvæðinu á Akranesi í byrjun júní á þessu ári en Beate Stormo sigraði þar og hélt því til Finnlands til að keppa í flokki meistara.  

Einar Gunnar Sigurðsson keppti einnig í flokki sveina og lenti í fjórða sæti og í flokki ungliða keppti Ingvar Matthíasson sem lenti í öðru sæti.

Bjarni Þór Kristjánsson og Beate Stormo við eldsmíði á Akureyri.mynd/aðsend
Norðurlandameistaramót í eldsmíði var sem fyrr segir haldið Firskars í Finnlandi um helgina. Smíðaverkefnið að þessu sinni voru tölustafir.

Aðalmarkmið keppninnar er að viðhalda eldsmíðahefðinni í norrænu löndunum, að styrkja samvinnu eldsmiða og til að hvetja og styrkja yngri eldsmiði til að afla sér sem víðtækastrar reynslu til að viðhalda gæðum í greininni.

Fram kemur í tilkynningu að mótið hafi verið skipulagt af tveimur finnskum eldsmiðahópum: Suomen Sepät ry og Taidesepät ry. Nánar má lesa um eldsmiðamótið hér.



Norðurlandameistaramótið er haldið annað hvert ár í fimm löndum til skiptis, þannig að búast má við að næsta mót verði haldið hér á Íslandi árið 2023 en Danmörk mun hýsa næsta mót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×