Innlent

Íslendingur í sjö ára fangelsi í Ástralíu fyrir kókaínsmygl

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Maðurinn ætlaði að smygla tæpum tveimur kílóum af kókaíni til Ástralíu.
Maðurinn ætlaði að smygla tæpum tveimur kílóum af kókaíni til Ástralíu. vísir/getty
Siguringi Hólmgrímsson, 26 ára Íslendingur, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi í Ástralíu eftir að hafa reynt að smygla rúmlega tveimur kílógrömmum af kókaíni til landsins. Efninu skipti hann niður í sína tösku og tösku samferðamanns síns en sá vissi ekki af efninu.

Samferðamaður mannsins, sem einnig er íslenskur, hafði ekki hugmynd um hvað stóð til þegar Siguringi stakk upp á að þeir færu saman í frí til Ástralíu en Siguringi bauðst til að greiða öll fargjöld og lagði til ferðatösku.

Mennirnir voru stöðvaðir við komuna til Melbourne. Dómari í málinu sagði Siguringa „grimman og hjartalausan“ fyrir að hafa komið svona fram við félaga sinn en sá sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 567 daga.

Siguringi er sagður hafa flutt efnin til að losna undan 2,3 milljóna króna dópskuld hér heima. Þeir dagar sem Siguringi hefur nú þegar setið í gæsluvarðhaldi, alls 647, dragast frá refsingunni.

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, segir ráðuneytið hafa verið með málið á sinni könnu þegar það kom upp fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×