Erlent

Íslendingur búsettur í Mexíkó segir ástandið mjög slæmt

Helga María Guðmundsdóttir skrifar
Landið liggur á nokkrum stórum jarðskorpuflekum og jarðskjálftar eru tíðir í landinu. Einungis nokkrum klukkustundum áður en jarðskjálftinn skall á voru haldnar jarðskjálftaæfingar víða um landið í tilefni af því að í gær voru liðin 32 ár upp á dag frá því að þúsundir létu lífið í jarðskjálfta. Einnig var skjálfti upp á 8,1 fyrr í mánuðinum þar sem minnst níutíu manns létust.

Vala Hjörleifsdóttir jarðskjálftafræðingur sem er búsett í Mexíkó segir að ekki sé hægt að spá fyrir um skjálftana en hvernig er ástandið í landinu?

„Það virðist vera mjög slæmt ástand, það hafa hrunið að minnsta kosti 40 byggingar þegar ég heyrði síðast til, það er ennþá verið að reyna að ná fólki út og ekki alveg vitað hvernig ástandið er,“ segir Vala Hjörleifsdóttir, jarðskjálftafræðingur.

Hvaða skilaboð fær fólkið í landinu, hvað á það að gera núna?

„Ég held að fólk sé nú bara ennþá að reyna að átta sig á því hvað hafi gerst og fólk er að leita að nákomnum og ef húsin eru skemmd þá á fólkið ekki að vera inni. Það á að fara yfir hvort það eru skemmdir á stoðkerfi byggingana eða hvort það séu bara útlitskemmdir, en áður en ákveðið er hvað á að gera þarf að fara yfir húsin og þá á ekki að vera inni í þeim húsum.“

Er fólki þá bent á að vera jafnvel utandyra?

„Já Það er frekar mælst til þess að fólk sé hjá vinum og vandamönnum og það eru margir þannig núna.“

Er erfitt að komast út úr borginni?

„Já algerlega það er rosalega mikil umferð og allt er stopp þannig að fólk kemst ekkert endilega þangað sem það vill fara,“ segir Vala. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×