MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 19:00

Áhersla lögđ á leynd yfir baksamningum

FRÉTTIR

Íslendingar ţriđja ánćgđasta ţjóđ í heimi

 
Innlent
23:48 16. MARS 2016
Íslendingar fara niđur um eitt sćti á listanum.
Íslendingar fara niđur um eitt sćti á listanum. VÍSIR/STEFÁN

Danir eru ánægðasta þjóð í heimi. Íbúar Búrúndí eru minnst ánægðir en Íslendingar eru í því þriðja. Samkvæmt fjórðu skýrslu World Happiness Report er almennt meiri ánægja meðal íbúa landa þar sem dreifing ánægju er minnst.

Í efstu fimm sætum listans, sem nær yfir 156 ríki, eru Danmörk, Sviss, Ísland, Noregur og Finnland. Í þeim neðstu eru Búrúndí, Sýrland, Tógó, Afganistan og Benín.

Skýrslu World Happiness Report má lesa hér. Hún er unnin af Sameinuðu þjóðunum og notast er við gögn frá Gallup þar sem rætt er við þúsund manns í hverju landi á hverju ári í þrjú ár. Meðal annars byggir hún einnig á gögnum um lífslíkur, landsframleiðslu, spillingu og frelsi einstaklinga. Þetta er í fjórða sinn sem skýrslan er gefin út.

„Að mæla hamingju og bæta vellíðan ætti að vera stefnumál allra ríkja,“ segir Jeffrey Sachs, einn af forsvarsmönnum verkefnisins, í fréttatilkynningu. Hann segir að í stað þess að byggja mat á þróun ríkja á efnahagsvexti, ætti að líta til efnahagslegra-, félagslegra- og umhverfismiðaðra þátta.

Efstu tíu ríkin á listanum eru þau sömu og í fyrra en uppröðun þeirra breytist örlítið. Í fyrra var Sviss til dæmis í fyrsta sæti og Ísland í öðru sæti.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Íslendingar ţriđja ánćgđasta ţjóđ í heimi
Fara efst