Handbolti

Íslendingar þjálfa sjö af sextán í HM-hóp Svía

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kim Andersson spilar fyrir Aron Kristjánsson hjá KIF Kolding.
Kim Andersson spilar fyrir Aron Kristjánsson hjá KIF Kolding. Vísir/Getty
Svíar eru vanir því að vera ekkert að bíða með að velja lokahópa sína fyrir stórmót í handbolta og það er engin breyting á því fyrir Heimsmeistaramótið í Katar.

Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnti í dag hvaða 28 leikmenn koma til greina í HM-hópinn hans en Aron mun síðan velja æfingahópinn í þessari viku.

Á sama tíma og Aron á eftir að skera hópinn niður um tólf leikmenn á næstunni þá eru Svíar klárir með sinn HM-hóp.

Sænsku landsliðsþjálfararnir Staffan Olsson og Ola Lindgren tilkynntu í dag hvaða sextán leikmenn fara á HM í Katar.

Þeir félagar gera tvær breytingar á hópnum sem tók þátt í leikjum í undankeppni EM um mánaðarmótinu október-nóvember. Anton Halén og Markus Olsson koma inn fyrir þá Mattias Zachrisson (fjölskylduástæður) og Helge Freiman (meiddur).

Í sextán manna hóp Svía eru alls sjö leikmenn sem spila fyrir íslenska þjálfara með félagsliðum sínum en þeir Alfreð Gíslason (þjálfar Kiel), Dagur Sigurðsson (Füchse Berlin), Aron Kristjánsson (KIF Kolding) og Kristján Andrésson (Guif) eiga allir leikmenn í hópnum.

Leikmennirnir með íslensku félagsþjálfaranna eru allir í ólíkum stöðum og því gæti farið svo (ólíklegt en möguleiki) að allir leikmenn sænska liðsins inn á vellinum spili fyrir íslenska þjálfara með félagsliðum sínum.

Ísland mætir Svíþjóð í fyrsta leik mótsins sem verður 16. janúar.



Lokahópur Svía á HM í Katar 2015:

Markmenn

Mattias Andersson, Flensburg-Handewitt

Johan Sjöstrand, Kiel

Vinstri hornamenn

Jonas Källman, Szeged

Fredrik Petersen, Füchse Berlin

Hægri hornamenn

Niclas Ekberg, Kiel

Anton Halén, Göppingen

Línumenn og varnarmenn

Andreas Nilsson, Veszprem

Jesper Nielsen, Füchse Berlin

Tobias Karlsson, Flensburg-Handewitt

Niclas Barud, Ålborg

Vinstri skyttur

Viktor Östlund, Guif

Markus Olsson, Kristianstad

Leikstjórnendur

Lukas Karlsson, KIF Kolding

Patrik Fahlgren, Melsungen

Hægri skyttur

Kim Andersson, KIF Kolding

Johan Jakobsson, Flensburg-Handewitt


Tengdar fréttir

Dagur: Maður fær bara kjánahroll

Dagur Sigurðsson hefur farið vel af stað í starfi sínu sem þjálfari þýska landsliðsins þrátt fyrir miklar annir en hann stendur einnig í ströngu sem þjálfari Füchse Berlin. Hann er spenntur fyrir Íslandsför landsliðsins.

Þessir berjast um farseðlana til Katar

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í dag hvaða 28 leikmenn koma til greina í hópinn fyrir HM í Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×