Fótbolti

Íslendingar streyma á O´Sullivans

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þessir stuðningsmenn voru á leiðinni að Moulin Rouge þegar ljósmyndari Vísis hitti á þá.
Þessir stuðningsmenn voru á leiðinni að Moulin Rouge þegar ljósmyndari Vísis hitti á þá. Vísir/Vilhelm
Stuðningsmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu ætla að hittast á O´Sullivans barnum við hliðina á Moulin Rouge, rauðu myllunni, og hita vel upp fyrir leikinn gegn Austurríkismönnum á EM í dag. Fjölmargir eru þegar mættir en þeir fyrstu mættu á svæðið um klukkan ellefu.

Barinn er afar stór og getur tekið marga stuðningsmenn en auk þess er gott svæði fyrir utan þar sem stuðningsmenn geta sleikt sólina og sungið saman.

Sjá einnig:Hérna ætla stuðningsmenn Íslands að hittast

Um tíu þúsund Íslendingar eru mættir til Parísar til að sjá þennan lykilleik strákanna okkar og eru stuðningsmenn hvattir til að mæta snemma á leikvanginn, Stade de France. 76 þúsund miðar eru seldir á leikinn en leikvangurinn tekur um 77 þúsund manns í sæti.

Öryggisgæsla verður mikil við leikvanginn en Metro lest númer 13 gengur frá Moulin Rouge og að Stade de France.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×