Lífið

Íslendingar sólgnir í hamborgara: Tveir heppnir á leiðinni til Hollands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Maðurinn til hægri vann miða fyrir tvo á leik Hollands og Íslendinga sem fram fer í Hollandi.
Maðurinn til hægri vann miða fyrir tvo á leik Hollands og Íslendinga sem fram fer í Hollandi. vísir
Færri komust að en vildu á Roadhouse í hádeginu þegar staðurinn kynnti til leiks We Will Rock You hamborgarann.

Fyrstu fimmtíu sem komu fengu fría máltíð og var spenntur viðskiptavinur mættur fyrir utan staðinn klukkan rétt rúmlega hálf tíu í morgun og sólaði hann sig í góða veðrinu þar til dyrnar opnuðu og gestunum var hleypt inn.

Fitnessdrottningin Margrét Gnarr mætti svöng og mjög spennt yfir því að fá að bragða á fyrsta hamborgaranum sínum í hálft ár.

Sjá einnig: Margrét Gnarr borðar fyrsta hamborgarann í hálft ár: Hægt að vinna ferð fyrir tvo á landsleikinn í Hollandi

Hún lét ekki sitt eftir liggja og slátraði öllu á disknum með bros á vör.  Heyrðist til hennar biðja um eftirrétt í lokin.

Margrét dró einnig út heppinn matargest sem flýgur við annan til Hollands í september til að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu keppa á móti Hollendingum í undankeppni Evrópumótsins. 

Fyrstu gestirnir voru mætti í snemma í morgun.vísir
Margrét Gnarr fékk sér fyrsta hamborgarann í hálft ár.
Sólin var á sínum stað á Snorrabrautinni.vísir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×