Innlent

Íslendingar reykja minna

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Reykingar hér á landi eru langalgengastar hjá fólki um og yfir fimmtugt.
Reykingar hér á landi eru langalgengastar hjá fólki um og yfir fimmtugt.
Dregið hefur úr reykingum Íslendinga átján ára og eldri frá árinu 2012, eða úr 14,2 prósentum í 11,3 prósent. Meira hefur dregið úr reykingum karla en kvenna en mest hjá yngri aldurshópum.

Reykingar hér á landi eru langalgengastar hjá fólki um og yfir fimmtugt. Þetta kemur fram í nýjum talnabrunni landlæknis, en þar segir að tíðni daglegra reykinga hér á landi sé hlutfallslega lág í alþjóðlegum samanburði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×