Innlent

Íslendingar lita leik með Liverpool

Benedikt Bóas skrifar
Einstök stemning er á Anfield og eru fjölmargir íslenskir stuðningsmenn að fara um helgina að sjá leik gegn Swansea.
Einstök stemning er á Anfield og eru fjölmargir íslenskir stuðningsmenn að fara um helgina að sjá leik gegn Swansea. Vísir/Getty
„Við erum að fara með 189 manns beint til Liverpool á meðan hin félögin fara til í Man­chester, Birmingham og London,“ segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, en á þriðjudag var sagt frá því að mörg hundruð Íslendingar væru að fara á leik Liverpool og Swansea. Inn í þá tölu vantaði ferð Heimsferða og bætast því um 200 manns við.

Úrval Útsýn, Vita ferðir, Gaman ferðir og TransAtlantic buðu upp á ferðir á þennan leik og seldust öll sæti upp.

Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða.
„Langstærstur hluti Íslendinganna sem verða á Anfield um helgina er á okkar vegum. Við förum með heila vél á þennan leik sem er mjög sjaldgæft, því þetta er einn leikur. Ferðin var auglýst í september og var nánast uppselt á stuttum tíma. Síðustu sætin seldust í byrjun árs,“ segir Tómas, en áhuginn á enska boltanum hefur sjaldan verið meiri.

Þetta er önnur ferð Heimsferða beint til Liverpool og hefur selst upp í bæði skiptin. „Ég efast ekki um að það verði stórkostleg stemning þarna. “

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×