Viðskipti innlent

Íslendingar keyptu á KFC fyrir nærri þrjá milljarða

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Helgi Vilhjálmsson, sem er gjarnan kenndur við Góu, er eini eigandi og framkvæmdastjóri KFC á Íslandi.
Helgi Vilhjálmsson, sem er gjarnan kenndur við Góu, er eini eigandi og framkvæmdastjóri KFC á Íslandi. vísir/gva
Skyndibitakeðjan KFC á Íslandi hagnaðist um 159,2 milljónir króna í fyrra og jókst hagnaðurinn um 44 prósent á milli ára samkvæmt nýjum ársreikningi KFC ehf. sem rekur átta veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og í Keflavík.

Helgi Vilhjálmsson, sem er gjarnan kenndur við Góu, er eini eigandi og framkvæmdastjóri félagsins.

Alls nam vörusala keðjunnar 2,9 milljörðum króna í fyrra og jókst hún um sextán prósent eða 400 milljónir króna á milli ára. 178 manns störfuðu hjá KFC í fyrra.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×