Innlent

Íslendingar handteknir á Spáni: Voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu

Birgir Olgeirsson skrifar
Í október síðastliðnum voru þrír Íslendingar í bænum Molina de Segura handteknir vegna gríðarstórrar kannabisræktunar, líkt og sjá má á þessari mynd.
Í október síðastliðnum voru þrír Íslendingar í bænum Molina de Segura handteknir vegna gríðarstórrar kannabisræktunar, líkt og sjá má á þessari mynd. Vísir/GUARDIA CIVIL
Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í síðasta mánuði í tengslum við umfangsmikla kannabisræktun á Spáni í síðasta mánuði voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu. Vísir greindi frá málinu í gærkvöldi en lögreglan í bænum San Miguel handtók fjóra einstaklinga þegar kannabisræktunin var stöðvuð, tvær konur og tvo karla á aldrinum 23 til 35 ára.

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur ekki borist beiðni frá Íslendingunum tveimur um aðstoð frá ráðuneytinu vegna málsins. Voru Íslendingarnir látnir lausir að lokinni yfirheyrslu í febrúar síðastliðnum og bíða nú eftir að mæta fyrir dómara. Ekki liggur fyrir hvort Íslendingarnir hafi verið ákærðir vegna málsins. 

Lögreglan í San Miguel gerði alls 76 maríúanaplöntur upptækar sem voru allt að sextíu sentímetra háar, 2.600 grömm af þurrkuðu maríúana og 1140 græðlinga í 19 bökkum, í tveimur húsum sem voru útbúin til slíkrar ræktunar.

Eru einstaklingarnir fjórir jafnframt grunaðir um að hafa svikið út rafmagn fyrir 22 þúsund evrur, sem samsvar rúmlega þremur milljónum íslenskra króna.

Rannsókn hófst eftir að lögreglu barst nafnlaus ábending í tölvupósti.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×