Golf

Íslendingar fagna: Ólafía Þórunn flækir valið á Íþróttamanni ársins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafía Þórunn hefur farið á kostum undanfarna fimm daga og brætt hjörtu Íslendinga sem eru að farast úr stolti.
Ólafía Þórunn hefur farið á kostum undanfarna fimm daga og brætt hjörtu Íslendinga sem eru að farast úr stolti.
Óhætt er að segja að golfæði hafi gripið landsmenn undanfarna daga og náði hámarki í dag á fimmta degi lokaúrtökumótsins fyrir LGPA-mótaröðina sem lauk í dag.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór á kostum í dag eins og dagana á undan og tryggði sæti sitt á mótaröðinni með glans. Hún hafnaði í öðru sæti einu höggi á eftir Jay Marie Green frá Bandaríkjunum.

Golfunnendur og aðrir höfðu engin tök á að fylgjast með útsendingu frá mótinu þar sem ekki er sýnt frá því. Móðir Ólafíu Þórunnar og Golfsamband Íslands hafa hins vegar hjálpast að við að miðla upplýsingum jafnóðum á Twitter-síðu sambandsins sem margir hafa fylgst með.

Íslendingar eru í skýjunum með afrek Ólafíu Þórunnar sem er það stærsta sem íslenskur kylfingur hefur náð. Ekki verður valið á Íþróttamanni ársins auðveldara en mörg afrek unnist á árinu og nægir að nefna frammistöðu sunddrottninga okkar og strákanna okkar í karlalandsliðinu í fótbolta sem dæmi.

Að neðan má sjá valin tíst frá fagnandi landsmönnum í dag og kvöld.

 


Tengdar fréttir

LPGA-tímabilið hjá Ólafíu hefst á Bahamaeyjum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, tryggði sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í golfi, sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í dag fyrst allra íslenskra kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×