Viðskipti innlent

Íslendingar eyða í Frakklandi sem aldrei fyrr

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjör í miðbæ Nice fyrir leik Íslands og Englands í gær.
Fjör í miðbæ Nice fyrir leik Íslands og Englands í gær. Vísir/Vilhelm
Gríðarlegur fjöldi Íslendinga hefur lagt leið sína til Frakklands undanfarnar vikur til þess að fylgjast með ótrúlegu gengi íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi. Þetta sést bersýnilega á tölum um kortanotkun Íslendinga í Frakklandi.



Er aukningin um 1200 prósent þegar mest
Valitor hefur birt tölur um kortanoktun og þar sést gríðarleg aukning á fjölda kreditkortafærslna á milli ára. Er aukningin um 1200 prósent þegar mest er, 21. júní, daginn fyrir leik Íslands og Austurríkis. Mesta notkunin virðist þó hafa verið 23. júní, daginn eftir sama leik.

Fastlega má gera ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram enda mun Ísland spila við Frakkland í 8-liða úrslitum mótsins í París á sunnudaginn kemur.

Valitor birti einnig yfir kortanoktun Íslendinga í gær á meðan leik Íslands og Englands stóð, borið saman við sömu tölur frá því fyrir viku síðan. Þar sést bersýnilega að kortanoktun fellur skarpt skömmu fyrir leik, eykst í leikhléi en sögulegu lágmarki þegar áhorfendur naga neglur í háspennunni undir lok leiksins.

Gera má ráð fyrir að hver Íslendingur sem farið hafi á fjóra leiki íslenska landsliðsins í Frakklandi á EM til þessa hafi eytt um 470.000 krónum í ævintýrið.

Kortanoktun Íslendinga í gær.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×