Innlent

Íslendingar auka samstarf á sviði menningarmála við Kínverja

visir/ernir
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og aðstoðarráðherra menningarmála í Kína undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf á sviði menningarmála.

Samvinnu á margvíslegum sviðum lista, eins og kvikmynda, sjónvarpsefnis, fjölmiðla og safna. Með þessu á að hvetja til aukinna samskipta stofnana landanna og listafólks.

Efla á enn frekar samvinnu milli Kína og Íslands á sviði menningarmála og efla gagnkvæman skilning og vináttu milli þjóðanna tveggja, í samræmi við menningarsamning milli ríkisstjórnar Alþýðulýðveldisins Kína og ríkisstjórnar Íslands, sem undirritaður árið 1994 í Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×