Innlent

Íslendingar ánægðir með allt nema veðrið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Andri Marinó
Íslendingar virðast enn sem fyrr almennt ánægðir með sumarfríið sitt, vinnuna sína og nágranna. Þannig sögðust um 90% vera ánægð með sumarfríið sitt, vinnuna sína og nágranna í nýrri könnun MMR. Þó fækkar þeim á milli ára sem sögðust vera mjög ánægðir með vinnuna sína og sumarfríið.

Þegar aðeins var litið á þá sem sögðust mjög ánægðir með sumarfríið sitt mátti sjá að heldur færri voru ánægðir með sumarfríið sitt í ár (38,5%) en árið 2012 (57,5%). Hugsast getur að veðrið kunni að hafa þessi áhrif á upplifun Íslendina af sumarfríinu sínu.  

Eins og kom fram í könnun MMR sögðust 96,4% vera ánægðir með veðrið árið 2012, borið saman við 45,4% í ár. Einhver gæti gengið svo langt að álykta að veðrið kunni sömuleiðis að hafa áhrif á ánægju Íslendinga með vinnuna sína. Sólarsumarið 2012 sögðust 46,8% vera mjög ánægð með vinnuna sína, borið saman við 36,7% í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×